Líf í Hofsá

Ívar Kristjánsson með lax nr 2 úr Hofsá í sumar, 80 cm hæng úr Þvottalækjarstreng. Mynd Ari Þórðarson.

Það var líf í Hofsá sem opnaði í morgun. Áin hefur verið afar vatnsmikil að undanförnu, en runnið vel úr henni síðustu daga. Í gær var áin orðin afar falleg og veiðileg. Í ljós kom að fiskur var víða.

„Það komu tveir á land í morgun og sett var í þrjá aðra sem sluppu. Þetta var víða um ána. Við félagarnir vorum svo heppnir að landa laxi númer tvö sem var fallegur 80 cm hængur úr Þvottalækjarstreng,“ sagði Ari Þórðarson í samtali við VoV í dag. Verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.