Bylting í laxeldi Norðmanna framundan

Eldisker frá Hauge Aqua - Mynd af vefsetri norska fyrirtækisins

Á sama tíma og fylla á hér firði austanlands og vestan með risaeldi á norskum eldislaxi í opnum sjókvíum eru Norðmenn að huga til framtíðar í laxeldinu á allt öðrum nótum og forsendum!

„Sjávarútvegsráðuneyti Noregs hefur nú loks veitt fjögur framleiðsluleyfi í fiskeldi í lokuðum kerfum til Hauge Aqua og Marine Harvest. Þarna er framtíðin í fiskeldi,“ sagði Orri Vigfússon formaður NASF  í samtali við VoV. Og hann lýsir þessu betur:  „Heildarstjórnun næst á eldinu, komið er í veg fyrir saur og óþverra í úrgangi sem berst út í umhverfið. Engin hætta er á lúsafaraldri, smiti og útbreiðslu sjúkdóma. Tryggir að engin hætta er á erfðamengun í laxveiðiám.“

Laxalús; Svona getur lúsin leikið laxinn og sjóbirtinginn.
Laxalús; Svona getur lúsin leikið laxinn og sjóbirtinginn.

Í þessu myndbandi má sjá hvernig Hauge Aqua breytir úr sér genginni atvinnugrein í græna, samkeppnishæfa og sjálfbæra framleiðslu  http://ilaks.no/slik-fungerer-egget/

Og Orri bætir við: “Áætlaður kostnaður á hverja framleiðslueiningu er sjö til átta milljónir Bandaríkjadala. Með þessari nýju tækni við laxeldi í lokuðu kerfi er hægt að greiða sveitarfélögum og strandjörðum sanngjörn auðlindagjöld.”