Veðurfarið, eða öllu heldur veðurleysið hefur ekki farið fram hjá neinum og margir veiðimenn eru orðnir óþreyjufullir. Einn af aðal vorveiðistöðunum er Elliðavatn og við heyrðum í Unni Þóru Jökulsdóttur sem býr að Elliðavatni. Hún er með lífríki svæðisins í beinni ef svo mætti að orði komast….
„Það gæti orðið lítið eftir af silungum fyrir veiðimennina í vor því hér hafast nú við meira en fimmtíu skarfar. Þeir taka sinn toll. Annars er óvenju mikið um álft á vatninu, þar eru líka gulendur og toppendur, og þessi venjulegi hópur af skúföndum. Gráhegrar hafa verið hér í allan vetur,“ sagði Unnur, en sagðist ekki hafa séð mikið af uppitökum.