Veiðin í Vatnsá í Heiðardal hefur verið slök sumar, þ.e.a. laxveiðin. Síðasta 14.9 voru t.d. aðeins bókaðir 46 laxar. Hins vegar er áin síðsumarsá og sést hafa göngur nýverið, m.a. sést fiskar sem menn meta um meterinn. Þá hefur sjóbirtingsveiði og veiði á staðbundum urriða verið í fínu lagi. Bleikjan líka að gefa sig framan af sumri.

„Ég hitti einn sem var fyrir stuttu og hann sagði engan fisk vera, en eftir hádegið var komið annað hljóð í strokkinn og bara talsvert líf. Gallinn var bara sá að það snarkólnaði þegar kvöldaði, gerði frost sem kýldi all niður. Hins vegar var hér hópur Breta í síðustu viku, voru fimm daga í vatninu.

Myndirnar eru frá þeim hópi sem hætti í vikunni. Veiddi 25 birtinga 45 til 86cm á 5 dögum og helling af urriða. Allir kátir á þeim bænum. Þannig að Heiðarvatn og Vatnsá eru með góðu lífsmarki þó að hægt hafi farið af stað,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson umsjónarmaður svæðisins í samtal við VoV í byrjunn viku.
Það vill svo til, eins og fram hefur komið, að Ásgeir er sá sem er að freista þess að koma Skógá koppinn á nýjan leik. Lýtur út fyrir að það gangi prýðilega, verið að veiðast upp í 14 laxar á dag þar að udnanförnu.