Sannkallað tröll úr Geirlandsá!

Hér er Emil með tröllið, myndin er frá SVFK.

Geirlandsá hefur verið að gefa risafiska síðustu árin, þar eins og annars staðar hafa fiskar stækkað með meiri sleppingum á sjóbirtingi. Nú í vikulok  veiddist 102 cm birtingur í ánni og er það mögulega stærsti birtingur vorsins og ef til vill þó lengra væri yfir litið.

Emil sleppir tröllinu, myndin er óskýr en sýnir samt vel lengd hængsins.

Óskar Færset stjórnarmaður hjá SVFK, leigutaka árinnar, skrifaði: „Stórfrétt frá Geirlandsá! 102 cm birtingur veiddist í Ármótunum og var það Emil Hallgrímsson sem setti í þetta tröll að ég held á Black Ghost, en þeir settu í marga yfir 80 cm birtinga. Þeir enduðu hollið með 31 birtingi. Glæsilegt hjá þeim en ég man ekki eftir svona stórum birtingi, já veiðimenn hafa aldeilis átt frábæra daga í perlunni okkar að undanförnu.“