Ari Hermóður
Ari Hermóður hverfur nú af sviðinu....

SVFR er að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra, Ari Hermóður Jafetsson hefur staðið í brúnni síðustu árin, en er að hverfa til annarra verka og staðan er laus.

Hvað segir Ari Hermóður um málið: „Allt í toppmálum, bara ákvað að skella mér út í eitthvað allt annað. Er búinn að vera hjá Stangó í að verða 7 ár og kominn tími til að breyta til.“ Fróðlegt verður að fylgja þessu eftir, eins og Ari segir, sjö ár, þetta rennur allt saman, en nýr stjóri mun taka við góðu búi.