Sú var tíðin að nær allur veiddur lax í íslenskum ám var drepinn. Þannig er ekki lengur farið, en sá siður að veiða og sleppa getur gefið skakka mynd af stöðu stofna nema að menn séu að fullu meðvitaðir. Skoðum dæmi.

Guðni Guðbergsson segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að 26% laxa endurveiðist einu sinni og önnur 4 % veiðist jafnvel enn oftar. Ef við færum töluna niður í 25%, eða fjórðung vegna þess að reikningsdæmið verður örlítið einfaldara, má glöggt sjá hvað þetta getur skekkt hugmyndir manna um veiði. Þetta skiptir máli í samanburði við veiðitölur fyrri ára. Nokkur dæmi frá ám þar sem öllu er sleppt sýna hvað um ræðir.

Svalbarðsá var t.d. með 368 laxa veidda í fyrra og þótti vertíðin góð. Ef allt væri drepið í ánni sem fyrrum þyrfti að draga 92 laxa frá tölunni. Og þá er ógetið um 4 prósentin sem veiðast oftar en tvisvar. Vatnsdalsá endaði í fyra með 853 laxa og voru menn sáttir, en frá þeirri tölu hefði þurft að draga frá 213 laxa að ínefndum 4 prósentunum. Þriðja dæmið sem við tínum til er Hofsá sem er athyglisverð stærð í þessu vegna þess að þar er mikil niðursveifla og síðasta sumar var aðeins 492 löxum landað. Fjórðungur af því eru 123 laxar, eftir sitja 369 laxar.

Dæmin eru auðvitað miklu fleiri og ef enn væri mest allt ef ekki allt drepið eins og fyrrum þá hefði vertíðin 2016 litið allt öðru vísi út.