Minnivallalækur, Arnarhólsflúð
Arnarhólsflúð í Minnivallalæk ljósaskiptunum. Mynd -gg.

Það er völlur á veiðileyfasalanum Fish Partner, félagið hefur opnað nýja vefsíðu auk þess að bjóða upp á slatta af nýjum veiðisvæðum.

„Við vonum að uppfærð þjónusta okkar eigi eftir að reynast vel,“ segir Sindri Hlíðar, annar eigenda Fish Partner og hann segir enn fremur: Fish Partner hefur tekið hluta veiðidagana í Jónskvísl/Sýrlæk á leigu. En þessar fallegu, litlu sjóbirtingsár ættu að vera mörgum kunnar. Leyfi eru seld í tveggja daga hollum(hálfur-heill-hálfur), allar þrjár stangir saman ásamt veiðihúsi. Veiðihúsið er lítil og notalegur bústaður sem stendur á bökkum árinar. Flóðið í Grenlæk er annað svæði sem sjóbirtingsveiðimenn ættu að þekkja vel. Leyfi eru seld í tveggja daga hollum, fjórar stangir saman. Eins og er fylgir ekkert veiðihús svæðinu en margir góðir möguleikar í gistingu eru í nágreninu -, Minnivallalæk þarf ekki að kynna fyrir neinnum en við munum selja holl í umboðssölu fyrir vini okkar hjá Strengjum. Ásgarðssvæði í Skaftá er enn eitt nýtt sjóbirtingssvæði sem við munnum bjóða upp á 2021. Eins og nafnið gefur til kynna er svæðið í Skaftá í landi Ásgarðs og nær frá vatnamótum Tungulæks og Skaftá og niður með land Ásgarðs. Ásgarðstjörnin fylgir með veiðileyfum en Sjóbirtingur gengur í hana úr Skaftánni. Leyfi eru seld í stökum dögum, báðar stangir saman.“

Og það er fleira: Fish Partner eru einnig að taka yfir sölu á veiðileyfum í Nyrðri og Syðri Ófæru. „Það eru hálendisár á Fjallabaksleið  nyðri og rennur sú Nyðri um Eldgjá en þær falla báðar á endanum í Skaftá.  Uppistaðan í veiðinni eru ágætist fjallableikjur og stöku urriði. 4 stangir eru leyfðar á svæðinu og eru seldar stakar stangir í einn dag í senn.

Og Sindri heldur áfram: „Stærsta nýjunginn hjá okkur er samt án efa félagið Veiðifélagar. Það er  nýr meðlimaklúbbur sem Fish Partner hefur sett á laggirnar. Meðlimir borga ársgjald sem er 6000kr og fá í staðinn mikið af fríðindum, m.a. betri kjör á veiðileyfum í vefsölu, fá veiðikrónur hvert sinn sem þeir kaupa veiðileyfi. Veiðikrónur geta svo verið nýttar til að kaupa fleiri veiðileyfi og aðrar vörur á vefsíðu Fish Partner. Afslætti hjá yfir 100 samstarfyrirtækjum Fish Partner og árskort í eftifarandi vötn: Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn, Eyrarvatn, Langavatn, Blautalón, Reykjavatn og Reyká, Dómadalsvatn og Herbjarnarfellsvatn. Á næstu misserum munu svo bætast inn en fleiri afslættir, tilboð til veiðifélaga, fídusar og hugsanlega ný veiðisvæði.“