Sjóbleikjan er spennandi sportfiskur.

Veiðileyfasöluvefurinn www.veida.is er sífellt að bæta við sig svæðum og hefur nú bætt á langan lista sinn stórskemmtilegu sjóbleikjuveiðisvæði, svokölluðu silungasvæði Miðfjarðarár.

Allir þekkja Miðfjarðará, hún er ein albesta laxveiðiá landsins, en færri sögum fer af svæðinu neðan við brú á þjóðvegi 1, þar tekur við nærri 3 kílómetra langt svæði þar sem sjóbleikja ræður ríkjum og það er talsvert af henni. Allur sá lax sem gengur í ána fer vitaskuld þarna í gegn og algengt er að setja í lax. Þegar mikil laxgengd er í ána getur verið beinlínis lífleg laxveiði á silungasvæðinu. Þetta er 3 stanga svæði með veiðihúsi og innsiglar samstarf sem Kristinn Ingólfsson umsjónarmaður veida.is  og Rafn Valur Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár hafa tekið höndum saman um, því fyrir nokkra setti veida.is einnig í umboðssölu veiðileyfi á svæði Syðri Brúar í Soginu, sem Rafn er nýlega tekinn við.