Vatnsá, Frúarhylur
Frúarhylur í Vatnsá. Þarna er lítið vatn í ánni, en er nú mun minna. Mynd -gg.

Senn líður að opnun „síðustu“ laxveiðiárinnar þetta sumarið, en upp úr 20.7 verður Vatnsá í Heiðardal ofan Mýrdals opnuð og vonast menn eftir byrjun í stíl við flestar aðrar sunnlenskar ár, sem hafa upp til hópa farið afar vel af stað.

Vatnsá kemur sem kunnugt er úr Heiðarvatni sem er með betri silungsvötnum landsins. Á FB síðu sem heitir eftir vatninu má lesa fréttir, m.a. um að mikil endursmíði er í gangi við veiðihúsið sem verður stækkað. Einnig er búið að leggja ljósleiðara fyrir teljara sem settur verður í ána. Á síðunni má m.a. lesa þetta:

„Fínasta veiði hefur verið það sem af er í vatninu í sumar. Laxveiðin hefst svo uppúr 20 júlí og það verður líklega hörku fjör í byrjun sé miðað við allar opnanir á Suðurlandi. Helst gæti það dregið úr veiði að mikið af urriða er nú í ánni og veiðiálag var minna síðustu daga, það mun þó jafna sig fljótt með aukinni laxgengd.

Veiðihúsinu  mun taka miklum breytingum fyrir sumarið 2021 og vinna við breytingarnar eru hafnar. Ekki næst að klára fyrir laxveiðitímann nema brot af þeim breytingum sem ráðgert er að fara í, þráðurinn verður svo tekinn upp á nýjan leika eftir veiði í október og húsið klárað fyrir veturinn.

Þá verður einnig settur niður teljari með vídeó upptökum í lok vertíðar, búið er að koma fyrir ljósleiðara fyrir hann sem var fyrsta skrefið, næstu skref eru svo hönnun og smíði. Hönnun er í gangi og smíðin mun fara fram í haust.“