Það er í lagi að segja frá því, að bókin um Selá er komin út. Útgáfuteiti verður í Pennanum/Eymundsson á mánudag klukkan sex. Þessi bók hefur verið í vinnslu um nokkur misseri og er sú fimmta í ritröð sem að Litróf hefur gefið út og ritsjóri VoV og Einar Falur Ingólfsson hafa haft umsjón með.
Áður hafa komið út bækur um Laxá í Kjós, Langá, Grímsá/Tunguá og Þverá/Kjarrá. Núna Selá og á eftir fylgja Vesturdalsá og Hofsá. Það eru sömu umsjónarmenn og áður, Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri VoV og Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og blaðamaður á Morgunblaðinu. Bók þessi er byggð upp með líkum hætti og fyrri bækur í ritröðinni, veiðistaðalýsingar, frásagnir, veiðisögur og viðtöl. Selá hefur ekki mjög langa sögu sem laxveiðiá miðað við margar aðrar ár á Íslandi, en hún er eigi að síður einstaklega áhugaverð. Þess má geta, fyrir þá sem vilja gefa erlendum vinum, að bókin kemur einnig út á ensku.