Hrafn Hauksson með þann stærsta úr Urriðafossi í gær. Myndin er frá IO.

Alls urðu laxarnir í Urriðafossi í gær 18 talsins og verður það að teljast rífandi flott byrjun á vertíðinni, en veitt er á fjórar stangir á svæðinu. Menn urðu varir við töluvert af fiski eins og dagveiðitalan gefur til kynna.

Eins og kom fram í frétt okkar af svæðinu í gærkvöldi bar aðeins á smálaxi í aflanum, en allur þorrinn var þó rígvænn eldri lax, en sá stærsti er á myndinni hér að ofan, ríflega 90 cm nýrenningur, stórglæsilegur lax sem að Hrafn Hauksson setti í og landaði. Þetta voru þó ekki einu laxarnir sem að veiddust í gær, vongóður veiðimaður skellti sér í Ármót Þverár og Hólsár og landaði 92 cm laxi, Sporðaköst greindu frá.