Nýgenginn lax í miðjum október!

Nú fer laxveiði að ljúka og örfáar ár eftir, en það skemmtilega er, að nýgengnir laxar hafa verið að veiðast í báðum Rangánum. Svipaða sögu var að segja frá ám fyrir austan, þó að þær hafi lokað fyrir longu, Hofsá, Selá, Sunnudalsá, Jöklu og Breiðdalsá, langt fram í september voru að veiða silfurbjartir laxar. Þetta hefur ekki gerst í nokkur ár.

Leginn og nýr… Mynd er frá Rikarði Hjálmarssyni

Ríkarður Hjálmarsson var í Ytri Rangá og leyfði okkur að birta myndirnar, hann fékk þrjá sem voru silfraðir, lúsin að vísu farin en fiskarnir nýgengnir. Við höfum heyrt það frá fleirum að fleiri hafi veiðst og líka í Eystri Rangá. Skemmtilegar fréttir heldur betur….