Einn flottur úr Eldvatni. Mynd Jón Hrafn Karlsson

Skilyrðin settu svip á opnun Eldvatns, enda er áin frekar köld með sitt lindarvatn. Samt komu þrír á land í dag plús einn staðbundinn. Veðurspáin er fremur hagstæð, kannski koma betri tölur næstu daga

„Þetta var erfitt í dag, mikill kuldi. Það komu þó þrír á land, 69 til 76 cm plús einn staðbundinn urriði, 51 cm. Það er ekki fararsnið á birtingnum miðað við litarhaftið, enda verið kalt fram að þessu. Það bendir til að vorveiðin geti náð langt inn í mai,“ sagði Jón Hrafn Karlsson, einn leigutaka Eldvatns, í samtali við VoV. Hvað Tungulæk varðar, þar veiddist talsvert, en við fáum ekki fréttir af því fyrr en a morgun.