Staðbundinn urriði úr Brunná í dag.....það komu nokkrir á land, veðrið vont.

Á þriðja tug fiska veiddust á neðri svæðum Eyjafjarðarár þrátt fyrir skíta veður. Þetta voru urriðar og birtingar upp í ríflega 80 cm. Það fór líka vel af stað í Brunná.

Þeir sem opnuðu Brunná fengu fallega fiska, hér fylgja myndir af því. Tölur eru ekki komnar, enda skiptir það kannski minnsta málinu. Það er alveg óhætt að hvetja menn og konur til að fara að veiða, það er vandséð að það stríði gegn sóttkvíarreglunum. Þar sem þetta er frétt fyrir svæði fyrir norðan, þá skoðið www.veiditorg.is , fullt af lausum dögum. Hvað er betra í þessu fásinni en að skreppa í veiði?