Kápan, Nils Folmer með hrikalegan Þingvallaurriða.

Þriðja tölublað Sportveiðiblaðsins 2020 er komið út og er það væntanlegt á sölustaði og til áskrifenda næstu daga. Að venju kennir margra grasa í blaðinu og er þar á ferðinni kokteill af skot- og stangaveiði.

Af mörgu er að taka ef efni blaðsins er skoðað, en hæst telur VoV þó bera viðtal við Nils Folmer Jörgensen, þar sem hann ræðir um veiðina, starfið og ljósið og skuggana í lífi veiðimanns og viðtal við Svein Björnsson,  „Denna“, en hann þekkja veiðimenn sem stunda stóru árnar á Norð-Austulandi en Denni er staðarleiðsögumaður m.a. í Selá.

Fjallað er einnig um skotveiði, bæði hreindýra- og gæsaskytterí, auk þess sem ýmsir veiðimenn og konur segja frá upplifun síðustu vertíðar.