Stóra Laxá í Hreppum er ein þeirra áa sem liðið hafa fyrir endalausu þurrkana. En svo kom í hana vatn og hvað gerðist þá, best að láta leigutakann Árna Baldursson segja söguna:
„Smám saman kom Stóra Laxá til, búin að vera vatnslaus í allt sumar og netin að hirða allt sem er á sveimi þar, árangur er besti dagur minn fyrir allt tímabilið, þakka þér Stára Laxá fyrir að raða fyrir mig 13 löxum, 4 sjóbirtingum og 1 staðbundnum urriða. Mögnuð augnablik í dag!“
            
		









