Eitt af tröllum dagsins á ION svæðunum í Þingvallavatni.

Það er þjóðsaga að urriðaveiðin í Þingvallavatni sé aðeins lífleg á vorin og eitthvað inn á sumarið, en þegar haustið geri vart við sig sé allt fallið í dá. Vissulega berast færri fregnir, en það er kannski bara vegna þess að þá er ekki endilega fullselt. En í dag var mannskapur á ION svæðunum og upplifði geggjaðan dag!

Það er IO veiðileyfi sem halda utanum sölu veiðileyfa, eða að minnsta kosti að hluta til, og í skeyti frá Stefáni og Hörpu hjá IOV í kvöld stóð eftirfarandi: „Frábær dagur á ION svæðunum í Þingvallavatni í dag, 16 urriðar á bilinu 55 og upp í 90 cm. Annar til var 89 cm og tveir til viðbótar voru 80 og 82 cm!“

Til uppryfjunnar þá eru ION svæðin Þorsteinsvík og Ölfusvatnsárvík.