Minkalæða, mynd -gg

Það hefur varla verið flóarfriður fyrir veiðimenn við Höfuðhyl í Elliðaánum í sumar. Þar eru ekki aðeins leyfislausir veiðimenn á stjái heldur hefur „fjölmenn“ minkafjölskylda farið þar mikinn, einkum eftir að hvolparnir fóru á stjá. Eru menn núna búnir að lenda í einu og öðru og sjá ýmislegt.

Mynd Alexanders Arnarsonar frá Höfuðhyl, minkur búinn að veiða ál!

Veiðimaður að nafni Alexander Arnarson birti t.d. mynd á FB síðu áhugamanna um Elliðaárnar af mink sem skaut úr kafi við Höfuðhyl með ál í kjaftinum!

Þá sagði okkur veiðimaður okkur frá því að hann landaði 45 cm urriða í hylnum, rotaði hann og hélt áfram veiðum. Nokkrum mínútum síðan var fiskurinn horfinn. Kíkti viðkomandi inn í þrönga rifu undir nærliggjandi steini og sá þá í sporðinn á urriðanum. Og sporðurinn færðist innar. Veiðimaður tróð þá hendinni inn í rifuna og náði taki á sporðinum. Hugðist síðan toga fiskinn út, en minkurinn var ekkert á því að gefa sig, togaði á móti og hafði betur. Viðkomandi veiddi stuttu seinna tvo áþekka urriða og þegar hann hætti og gekk að bíl sínum, elti minkahvolpur hann nær alla leið, þótti væntanlega leitt að sjá matinn hverfa svona.