Stórlax.

Við greindum frá tveimur ofurlöxum á Nesveiðum Laxár í Aðaldal í gær, 110 og 100 cm, sá stærri sá stærsti sem heyrst hefur af í sumar. Í morgun kom annar höfðingi, 107 cm!

Hér er Eiður með tröllið síðan í morgun, 107 cm! Myndina fengum við af FB síðu hans.

Nú er þessi hefðbundni tími að renna í hlað þegar stóru dólgarnir fara að stressast og taka þá gjarnan flugu sem fer of nærri óðali þeirra. Sá er veiddi laxinn var Eiður Pétursson og tók sá gamli Night Hawk, hnýtta af Pétri Steingrímssyni, í Hólmavaðsstíflu, en einmitt þar veiddist 110 cm tröllið í gær. Fornfrægur stórlaxastaður að standa rækilega undir nafni sem slíkur. Laxinn var sem sagt 107 cm og ummálið  58 cm.