Eldvatn, Eldvatnsbotnar
Eldvatn í Meðallandi. Myndin er tekin í Eldbatnsbotnum. Mynd -gg.

Eins og fram hefur komið hefur sjóbirtingsveiði verið góð í Vestur Skaftafellssýslu það sem af er hausti. Nálgast t.d. metveiði í Eldvatni. Mjög stórir fiskar koma á land í bland, nú síðast 88 og 93 cm í téðu Eldvatni.

Jón Hrafn Karlsson, einn leigutaka Eldvatns sagði þetta:  „Eftir mjög góða veiði í ágúst þá hefur september verið heldur rólegri , 160 fiskar á land og nálgast veiðin 700 fiska. Í september hafa margir stórir komið á land , síðasta föstudag kom 93cm hængur á land úr Hvannakeldu og í gær setti veiðimaður í einn 88cm á Mangatanga. Myndin er af Árna Páli með 88cm úr Mangatanga.”

Áður höfðum við greint frá svipuðum fiskum m.a. úr Eldvatni, Tungufljóti, Tungulæk og Geirlandsá. Flestar árnar eru opnar til 20.október, það gæti því orðið meira í fréttum áður en yfir lýkur.