Sogsbleikjan byrjuð að gefa sig

Sogið
Sogið, Ásgarður...Bíldsfell á öndverðum bakka....

Bleikjan í Soginu er farin að taka við sér. Vertíðin fyrir hana byrjar í byrjun apríl, en þeir sem stunda þessar veiðar segja yfirleitt að tímabilið byrji í raun um og uppúr miðjum mai og það hefur verið raunin að þessu sinni.

Árni Baldursson hjá Lax-á, sem höndlar með Ásgarðssvæðið, sagði í samtali við VoV að síðustu dagar hefðu verið nokkuð góðir. „Menn hafa verið að skreppa, gjarnan á kvöldin eftir vinnu, og þeir sem kunna á þessu tökin hafa verið að setja í fiska. Þetta hefur verið frá engum fiski og upp í 5-6. Einn var með fimm og missti eina sjö eða átta að auki, takan var mjög grönn það kvöldið. Bleikjan er alltaf til staðar, en það þarf að koma vist hitastig til að hún fari að taka. Þetta eru miklar sleggjur, Sogsbleikjan er afar stórvaxin,“ sagði Árni.