Gefur Stangó 80 laxa?

Stangó, Siggi Haugur
Stangó, nýjasta fluga Sigga Haugs, í tilefni af 80 ára afmæli SVFR. Veiðileg er hún.

Hér er komin ein ný til að bæta í boxin, eins og það sé ekki nóg af flugum þar fyrir! Þetta er afmælisfluga SVFR, hnýtt í tilefni af því að nú um stundir á félagið áttatíu ára afmæli. Sigurður Héðinn, höfundur margra frábærra flugna, Siggi Haugur, er höfundur flugunnar.

Þetta er falleg fluga og blái liturinn drottnandi. Blátt í laxaflugum er enda bráðgefandi. Auk þess er eftir Sigurði haft að þetta sé „stórlaxafluga“ og hann hefur vit og reynslu á flugum til að gefa slíkar yfirlýsingar. Þá spáir hann því að flugan gefi a.m.k. áttatíu laxa á komandi sumri, eða í það minnsta einn fyrir hvert ár sem að féagið hefur verið við lýði.