Flugur og flugubox
Það er allt til reiðu. Nú má vertíðin fara að hefjast! En sýningin verður með breyttu sniði í ár vegna C19.

Sjálfsagt er að árétta að einn stærsti stangaveiðiviðburður landsins, að sjálfri vertíðinni undanskyldri að sjálfsögðu, Íslenska Fluguveiðisýningin 2019 verður í Háskólabíói á fimmtudaginn og hafa ansi margir tekið þann tíma frá enda margt frábært í boði.

Við greindum frá sýningunni á dögunum og bætumnú um betur og minnum á með birtingu á fréttatilkynningu sem sýningarhaldarar sendu okkur. Hún er svohljóðandi:

„Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í annað sinn 14. mars næstkomandi milli kl. 15 og 22:30 í Háskólabíói. Sýningin var haldin í fyrsta sinn árið 2018 og gekk vonum framar. Var góð mæting og mikil stemming.

Sturla Birgisson, Nils Folmer, Jóhann rafnsson
Þrír öflugir úr bransanum, Sturla Birgisson kokkur og umsjónarmaður Laxár á Ásum, Nils Folmer Jörgensen, stórlaxahrellir og fluguhnýtari með meiru, og Jóhann Hafnfjörð Rafnsson, umsjónarmaður við Víðidalsá.

Íslenska fluguveiðisýningin er sjálfseignarstofnun og er öllum fjármunum sem safnast á sýningunni, að frádregnum kostnaði, varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, og bleikju.

Árið 2018 tókst að safna 650.000 kr. á sýningunni og hefur stjórn sýningarinnar nú þegar veitt Icelandic Wildlife Fund og NASF á Íslandi 200.000 kr. styrk, hvorum sjóði. Sjóðirnir hafa báðir verið öflugir við að vekja athygli á skaðsemi eldis á laxi í opnum sjókvíum og að reyna að sporna við áframhaldandi aukningu á slíku eldi.

Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og meðal efnis verður:

– Kynningarbásar fyrir vörur og þjónustu.

– Málstofa um sjókvíaeldi.

– Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum.

– Fluguhnýtarar og stangarsmiður sýna listir sínar.

– IF4 kvikmyndahátíðin.

Stofnendur hafa þá framtíðarsýn að sýningin muni efla samfélag veiðimanna hér á landi og stuðla að öflugri umræðu um verndun auðlindar okkar.“

Auðvelt er að finna sýninguna á Facebook og skrá sig.