Erlendur gestur í Mýrarkvísl með 102 cm hæng úr ánni í dag.

Þeir leynast víða þeir allra stærstu, víða fyrir norðan- og norðaustan hafa veiðst laxar um og yfir meterinn og sums staðar fleiri en einn og jafnvel nokkrir. Það er sjaldnar að fregnir af slíkum fiskum berist úr Mýrarkvísl í Reykjahverfi, en svo var raunin í dag.

Matthías Þór Hákonarson, leigutaki árinnar greindi frá þessu í FB status í kvöld. Sagði þar: Annar góður dagur í Mýrarkvísl, 102 cm lax í dag. En á myndinni má sjá erlendar gest Matthíasar hampa laxinum sem er afar vígalegur. Veiði hefur gengið „alveg bærilega“, eins og Matthías lýsti því fyrir okkur fyrir nokkru.