Sporðaköst! Myndina tók Aðalsteinn Pétursson

Skemmtinefnd SVFR og félagar tveir úr veiðiklúbbnum Villimenn, Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson og Guðni Hrafn Pétursson Olsen, ætla að standa fyrir opnu húsi fyrir veiðimenn og konur á aldrinum 14 til 25 ára fimmtudaginn 31.janúar klukkan 19.30. Gera má ráð fyrir að viðburðurinn verði í húsakynnum SVFR við Rafstöðvarveg.

Í status sem Elías Pétur setti nýverið á FB segir m.a.:  „Áhersla verður lögð á að kynna fyrir ungum veiðimönnum/konum, á aldrinum 14-25 ára, stangveiði á Íslandi og með því auka vonandi nýliðun í þessu frábæra sporti. Sýndar verða myndir og myndbönd, ásamt því að svarað verður ýmsum spurningum tengt veiði sem og að sýna hinn ýmsan veiðibúnað. Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur en endilega takið daginn frá,“