Það vantar kannski smálax og veiðin er kannski eitthvað rólegheitar í ám fyrir norðan, en allt slíkt gleymist þegar risi tekur og er landað! Jóhann Rafnsson lenti í bíngói á Nessvæðum Laxár í Aðaldal í morgun, 104 cm tröll takk fyrir.
Hér má sjá mynd hængunum vígalegu. Sát styttri er 104 cm og einn af stærstu löxum sumarsins. Laxinn veiddi Jóhann á fluguna Munroe Killer sem er þekkt haustfluga og minnir á gömlu klassísku Thunder and Lightning..