Eldislax
Hann hefur óneitanlega útlit elidslax og því mikilvægt að fá úr því skorið.....

Þessi lax veiddist í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi nú í vikunni. Og er það tilviljun að þar veiðist lax með allt þetta eldislaxaútlit? Það hafa veiðst svona laxar á þessum slóðum áður….en við skulum vona  að hlutaðeigandi sendi sýni á rétta staði! En vá, hvað þetta lítur út fyrir að vera búrfiskur“

Þessi lax veiddist sem sagt í Laugardalsá fyrir skemmstu og var mældur 93 cm. Það er ekki að undra að menn haldi að þetta sé eldislax, uggarnir, öll höllningin. En við skulum bara bíða og sjá hvað kemur útúr athugunum… eldislaxinn byrjaður að ganga i Laugardalsá, eigum von að þetta verði framtiðin,“ sagði Guðmundur Atli Ásgeirsson leigutaki árinnar í skeyti til VoV.

93 cm