Yfirleitt þykir þetta sumar hafa verið alveg þokkalega líflegt, en samt er það svo að sumar árnar eru lakari en í fyrra og aðrar betri. Og enn aðrar nánast eins. Samt þótti síðasta sumar ekki hafa verið sérlega yndislegt. Kíkjum aðeins á hverjar eru betri og hverjar lakari…
Við miðum eins og svo oft áður við lista hjá angling.is og höldum okkur við þær ár sem höfðu gefið þriggja stafa tölu síðasta miðvikudagskvöld. Teljandi frá hæstu tölu og niður ár þá eru eftirfarandi ár betri og við setjum nú töluna fyrst og síðastasumars töluna í vigann:
Betri en í fyrra:
Þverá/Kjarrá 1817 (1312)
Norðurá 1231 (1095)
Eystri Rangá 1070 (338)
Urriðafoss 955 (625)
Haffjarðará 948 (670)
Laxá í KJós 551 (413)
Selá 492 (390)
Laxá í Dölum 425 (209)
Laxá í Leir. 373 (237)
Hofsá 280 (180)
Jökla 200 (130)
Búðardalsá 144 (101)
Hrúta 120 (80)
Síðan koma nokkrar ár sem eru með svo líka tölu og á sama tíma í fyrra, að við dæmum það ómarktækt. Þær ár eru eftirfarandi:
Langá 843 (873)
Grímsá 576 (594)
Elliðaárnar 566 (577)
Laxá í Aðaldal 350 (374)
Flóka 264 (261)
Stóra Laxá 252 (257)
Svalbarðsá 109 (103)
Svo eru aðrar lakari en í fyrra, en hafa verður í huga að margt getur enn breyst í æeim efnum, enn ekki kominnágúst þó að stutt sé í hann. En hér eru árnar sem eru lakari en í fyrra:
Ytri Rangá 1114 (1570)
Miðfjarðará 1058 (1458)
Blanda 668 (913)
Laxá á Ásum 335 (438)
Víðidalsá 232 (372)
Vatnsdalsá 213 (267)
Straumfjarðará 145 (171)
Skjálfandafljót 116 (185)
Þetta eru bara pælingar um stöðuna eins og hún er. Tölur gætu breyst verulega með hverjumstraumi eins og dæmin hafa margsannað. En svona er staðan í dag.










