Brá, Vatnsdalsá, Ólafur Vigfússon

Þegar skoðaðir eru listar yfir bestu veiðiárnar dettur ein sú besta oft út af radarnum. Hvítá í Borgarfirði. Það er vegna þess að áin er alltaf skoðuð sem Straumar, Brenna, Svarthöfðu, Skuggi osfrv….en allt er þetta Hvítá og þegar henni er stillt upp með öðrum þá er þetta ein besta laxveiðiá landsins.

Straumarnir eru tvær stangir, Brennan 2-4 og Svarthöfði 3 stangir. Skuggi 2 stangir. Árin 1978, 1998 og 2003 gaf Hvítá 788, 692 og 918 laxa. Laxar veiddust einnig á bleikjusvæðum upp alla Hvítársíðu og Hálsasveit. Síðustu árin hefur bleikjuveiðun horfið og ástundunin með. Færri laxar veiðast því þar, en sú laxveiði tengdsist sleppingum hafbeitarlaxa í Norðlingafljót, laxa sem hrygndu og ólu seiði, enda er áin fín í þeim efnum, bara ef hún væri ekki ólaxgeng.

En frá  2007 þá hefur skráð veiði í Hvítá verið 1238 til 1425 laxar. Í sumar hefur Borgarfjörðurinn verið einna skásta svæðið í laxveiðinni. Þetta hefur verið fremur slakt tímabil, en Borgó verið þokkalegur. Við kíktum á tölur á angling.is og fundum þetta: 6.9 voru komnir 277 úr Brennu. Ekkert var uppfært úr Straumum síðan 19.7 og þá var kominn 291 lax þar. Erfiðara er að fá tölur úr Svarthöfða og Skugga, en við höfum fyrir því heimildir að Skuggi sé um 70 laxar og Svarthöfði um 200 laxar.

Þetta gera um það bil 823 laxa,e athuga verður að talan úr Straumunum er gömul. Mætti alveg hugsa sér hundrað í viðbót þar….og svo eru Norðlingafljótslaxarnir ofar í kerfinu. Líklega er Hvítá í ´fjögurra stafa tölu núna og betri og með meiri meðalveiði á stöng heldur en margar þekktari…