

Seinni vaktinni var lokið er við heyrðum í Vífli Oddssyni sem er að opna ána með fjölskyldu og vinum líkt og síðustu árin. En Vífill var hress í bragði og sagði opnunina líflega og alveg hreint í góðu meðallagi, en ekki þó meira en það. Þetta væri eitthvað minna en í fyrra.
Við greindum frá því fyrr í dag að að minnsta kosti ellefu hefðu veiðst á morgunvaktinni. Eitthvað hefur dalað seinni partinn eins og gengur því að Vífill sagði lokatöluna vera um sextán á land. „Við erum að byrja tveimur dögum fyrr í ár en í fyrra, sem gaf óvenjulega góða byrjun og á þessum tíma sumars þá skiptir hver dagur máli.



Það er jú talsvert af laxi, en minna en í fyrra samt sem áður. Áin er núna vatnsmikil og kaldari en í fyrra og svo geta sjávarföll spilað inn í . En þetta er búið að vera gaman og alveg hægt að segja að veiðin sé í góðu meðallagi miðað við opnanir síðustu árin,“ sagði Vífill.
 
             
		








