Eins og oft hefur komið fram, þá eiga margar árnar heilmikið inni eftir ovenjulega erfitt sumar, ein er Laxá í Kjós. Þar veiðist nú vel eftir alla þurrkana og stóru laxarnir sem gengu snemma sumars eru farnir að sakka niður úr Þórufossi.
Júlía Þorvaldsdóttir var að veiðum í ánni í dag með veiðiklúbb sínum, Árdísum, hún setti í þennan eðal hæng sem mældist 93 cm, í Kambshyl. Laxinn tók ofurfluguna Zeldu, sem hefur gefið þá marga, stóra og smáa og furðu oft eftir að menn hafa reynt fullt af öðrum „pottþéttum“ flugum.