Lax.
Fallegur lax. Sotnum hefur hnignað í Rangárþingi, en netaveiðarnar halda skefjalaust áfram. Myndin er frá Fishpartner.

Fyrst var það Rise hátíðin, við tekur Íslenska fluguveiðisýningin sem að þeir Kristján Páll Rafnsson og Gunnar Örn Petersen, kenndir við Fish Partner standa fyrir. Hún verður haldin 21. mars næst komandi í Háskólabíói og síðan árlega eftir það. Tekjur fara í að standa vörð um íslenska náttúru.

Í  fréttatilkynningu sem þeir félagar sendu til okkar á VoV segir m.a. eftirfarandi: „Íslenska fluguveiðisýningin verður haldin þann 21. mars næstkomandi í Háskólabíói og síðan árlega. Íslenska fluguveiðisýningin er sjálfseignarstofnun og verður öllum hagnaði af sýningunni varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax, urriða og bleikju. Önnur markmið Íslensku fluguveiðisýningarinnar eru að stuðla að vandaðri umræðu og fræðslu um verndun villtra ferskvatnsstofna og að efla samfélag fluguveiðimanna hér á landi. Sýningin verður haldin í anddyri Háskólabíós og meðal efnis verður: – Kynningarbásar fyrir vörur og þjónustu. – Málstofa um sjókvíaeldi. – Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. – Fluguhnýtarar sýna listir sínar. – Fluguhnýtingakeppni. – IF4 kvikmyndahátíðin. Íslenska fluguveiðisýningin er sjálfseignarstofnun og munu hagsmunaaðilar tilnefna stjórn sem mun taka ákvarðanir um málefni hennar, innan ramma skipulagsskrár. Stofnendur Íslensku fluguveiðisýningarinnar eru veiðimennirnir Gunnar Örn Petersen og Kristján Páll Rafnsson. Stofnendur hafa þá framtíðarsýn að sýningin muni efla samfélag veiðimanna hér á landi og stuðla að öflugri umræðu um verndun auðlindar okkar. Miðar á sýninguna verða aðgengilegar á netinu þegar nær dregur. Enn eru nokkur pláss laus fyrir þátttakendur og geta áhugasamir aðilar sem bjóðu upp á vöru eða þjónustu sem á erindi við veiðimenn sent tölvupóst á info@iffs.is Fyrir hönd stofnenda Íslensku fluguveiðisýningarinnar.“

Við verðum síðan með nánari umfjöllun síðar.