Myndarlegur hængur

Þeir sem halda utanum málefni Elliðiðaána hafa óskað eftir því við veiðimenn að fylgjast með því á næstunni hvort að seiði finnist dauð í ánni eftir að mengun barst í ána í ána í kjölfarið á óvenju mögnuðu úrhelli sem virðist hafa orsakað einhverja mengun í ána.

Frá þessu var greint í sjónvarpsfréttum og þar greindu sérfræðingar frá því að ekki væri vitað hvað um væri að ræða eða hvaðan það kæmi. Helst virtist, skv lykt, að um einhverskonar olíuhreinsunargums væri að ræða. Þeir sem halda utanum málefni ána fyrir hönd SVFR, leigutakans, eru annars vegar árnefnd og hins vegar einstaklingar sem sjá um Facebook síðu fyrir Elliðiðaárnar og hjá þeim kom fram eftirfarandi: „Talið er að vegna úrhellis, að mengun hafi orðið í Elliðaánum. Við viljum biðja veiðimenn að tilkynna til veiðivarðar ef þeir verða varir við dauð seiði.“

Það er með ólíkindum að með stuttum hléum í sumar hafa komið upp mengunarslys í nær öllum helstu sprænum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Magnað hvað erfiðlega hefur gengið að finna útúr hvaðan ógeðið kemur. En vonandi að þetta verði víti til varnaðar og árnar verði vaktaðar betur á komandi misserum og árum.