Arnar Tómas
Arnar Tómas með 104 cm úr Neðri Nálarhyl í Stóru Laxá á seinni vakt mánudagsins...stærsti í sumar sem við höfum haft spurnir af.

Stærsti lax sumarsins veiddist á kvöldvaktinni í Stóru Laxá í gær, 104 cm. Það eru að veiðast boltafiskar, ekki af sama krafti og hraða og í fyrra, en samt. Þetta er í lagi. Það var Arnar Tómas, kenndur við Tomas Flytours sem veiddi laxinn og við heyrðum aðeins í honum….

„Já, hann tók sunrayinn með látum i yfirborðinu í Neðri Nálarhyl á svæði 4, það tók rumar 50minútur að landa honum,eltur niður i næsta streng fyrir neðan,tiplandi á stórgrýti alla leið ,“ sagði Arnar Tómas um glímuna. VoV hefur ekki vitneskju um stærri lax til þessa en 103 cm þannig að þeir fara nú stækkandi og megi það lengi halda áfram….