Miðfjarðará
Það komu margir og stórir á land í Miðfjarðará í dag...

Miðfjarðará opnaði í morgun og það var frábær byrjun, 23 á morgunvaktinni og haugur í viðbót á þeirri seinni, 21 í viðbót og alls 44 á opnunardegi sem er með því besta sem sést hefur í Miðfirði.

„Frábær, ótrúlegur,  opnunardagur er að kveldi kominn. 44 laxar á land og lax á öllum svæðum. Alls staðar fiskur. Þetta er mest stórlax, en það eru líka nokkrir smálaxar. Vatnið er orðið frekar lítið miðað við árstíma, en þegar veiðin er í heimsklassa þá er enginn að segja neitt! Meira en helmingur af laxinum var tekinn á hits,“ sagði Rafn Valur Alfreðsson í samtali við VoV