Laxá í Dölum
Hér er ferlíkið úr Helgabakka í Laxá í Dölum, 104 cm og 53 cm í ummál! Veiðimaður er Þórir Örn Ólafsson.

Laxá í Dölum var opnuð í morgun í miklu vatni. Vatnshæðin hafði kannski áhrif á veiðiskapinn, en men voru þó vel sáttir, enda var meðal landaðra laxa sá stærsti sem við höfum frétt af til þessa!

Í skeyti sem við fengum frá Haraldi Eiríkssyni sölustjóra hjá Hreggnasa, sem er leigutaki árinnar, kom fram að fjórir laxar hefðu komið á land á fyrstu vaktinni og einn þeirra hefði verið sannkallaður hvalur, eða 104 cm með 53 cm ummál. Laxinn veiddist í Helgabakka. Hinir laxarnir þrír voru allir vænir, 92, 86 og 81 cm. Nú era ð detta í stórstreymi og að árnar ná að skola úinhverju af flóðvati síðustu daga ætti að verða líf og fjör. Reyndar fréttist víða af í dag að ástandið færi batnandi, enda hefur dregið úr dembunum.