Þetta var alveg bærilegt sumar í Víðidalsá, 1137 laxar, sem er það næst besta sem komið hefur úr ánni síðan 2010. Þetta er engu að síður 489 löxum minna heldur en í fyrra og kannski speglast í þeirri tölu smálaxaleysið, því nóg var af stórlaxi, m.a. all nokkrum yfir 100 sentimetrana.

Dags. skráningarFjöldi laxaStangirLengd tímabilsVeiði sl. tímabilVeiði pr. stöng sl. tímabilVeiði pr. stöng pr. dag sl. tímabil
29.6.2016128
6.7.20162518712315,42,2
13.7.2016331878010,01,4
20.7.2016425879411,81,7
27.7.2016520879511,91,7
3.8.2016617879712,11,7
10.8.2016700878310,41,5
17.8.201676387637,91,1
24.8.201681087475,90,8
31.8.201687087607,51,1
7.9.201692787577,11,0
14.9.201699087637,91,1
21.9.2016105387637,91,1
27.9.20161137868410,51,8

Sjá má af vikutölum, að allan tíman var þokkalegasta kropp í ánni. Datt aldrei alvarlega niður. Alltaf eitthvað í gangi. Og ef það var ekki nóg, þá voru menn stöðugt í rígvænni sjóbleikju og stórum sjóbirtingum sem eru ríflegur meðafli í Víðidalsá, líkt og í nágrannaánni Vatnsdalsá.