Þeir raðast nú inn stóru laxarnir, eins og venjulega á haustin. Hver af öðrum, 100 plús laxarnir, núna komu 104 cm boltar úr Nesi og Víðidalsá. Meðal þeirra stærstu sem veiðst hafa í sumar.

Fyrst var það Jóhann Hafnfjörð, staðarhaldari í Víðidalsá. Hann fór í Laxá í Aðaldal og landaði þessum höfðingja í morgun, 104 cm, flugan var Munroes killer nr 10, Laxá í Aðaldal. „ Nes tekur enn einu sinni vel á móti mér. Þetta er þriðji 104 cm fiskurinn á þremur árum. Einstök á með einstökum fiskum.“
Síðan var það Axel Björn Clausen sem fékk annan eins í Dalsárósi í Víðidalsá. Þetta er dæmigert, nú bíðum við eftir svipuðum laxi úr Vatnsdalsá og jafnvel Selá líka. Já, og jafnvel Stóru Laxá ef eitthvað verður úr haustgöngunum þar.