
Það berast fregnir af ævintýralegum silungum í Litluá og Skjálftavatni. Bleikjur sem eru stærri en gengur og gerist og staðbundnir urriðar sem segja má það sama um. VoV var á ferðinni á svæðinu fyrir skemmstu og nældi þá í veiðistatistíkina.

Jón Eyfjörð er tíður gestur á bökkum Litluár og Skjálftavatns og hann var þar við veiðar fyrir skemmstu. Hann sagði: „Komnar milli 200 og 300 bleikjur , 72 cm stærst. Yfir 800 fiskar úr ánni. Um 40 yfir 60 cm, þar af 10 yfir 70 cm og stærst 77cm. Sá ekki sjóbirting. Helst veiddist á þurrflugu og litlar nymphs, en líka á hefðbundnar straumflugur, sérlega þó bleikjan.
Síðan kom hópur norskra veiðimanna og lenti heldur betur í stófiskaveislu, en hópurinn eftirlét FB síðu Litluár og Skjálftavatns nokkrar myndir og birtum við hér tvær þeirra.









