
Fitjaflóðið opnaði fyrir fáeinum dögum. Félagar í Veiðifélaginu Kipp opnuðu og rótveiddu. Nú eru á ferðinni vaskur hópur Suðurnesjamanna og þeir hafa líka gert góða veiði.
Ekki höfum við tölur frá Kipp né SVFK, en utan að okkur heyrðum við Kippsmenn hefðu haldir glaðir heim og hjá SVFK getum við þó vitnað aðeins í Óskar Færset, úr stjórn SVFK, sem sagði að það væri „mikið fjör og mikið af fiski“, en slík lýsing er samnefnari á mokveiði. Mest hafa menn verið að fá fallegan geldfisk, en auðvitað hrygningarfisk í bland.










