Gæti ný bóla verið í uppsiglingu?

Aldan, eintakið sem gaf þann stóra í fyrsta kasti. Mynd -gg

Það gæti verið ný bola í uppsiglingu í veiðimöguleikum hér á landi. Vísi að því  má sjá þróun síðustu ára í Heiðarvatni í Heiðardal ofan Mýrdals, þar sem ofur áhersla hefur verið lögð á ræktun og verndun sjóbirtingsstofns svæðisins. Og nú þegar sjóbirtingur fer mikinn síðustu árin, hugsanlega á kostnað rýrnandi laxagangna, gætu opnast sams konar möguleikar annars staðar þó að enginn vilji það.

Byrjum á Heiðarvatni, en úr því rennur Vatnsá, sem er vel þekkt veiðiá og hefur haft að geyma bæði lax og sjóbirting. Hvorugur stofninn var þó sérlega sterkur, ef til vill kepptu þeir hvor við annan, en með tíð og tíma stórjókst laxrækt í ánni með sleppingu gönguseiða í stórum stíl. Í kjölfarið komu risagöngur í nokkur sumur og fór veiðin þá yfir þúsund laxa á aðeins tvær stangir. Svona eins og í Laxá á Ásum á gullöldinni. En Vatnsá ræður ekkert við svoleiðis og loks var þessum tilraunum hætt, laxinn látinn sjá um sig sjálfur en þess í stað hlaðið undir birtinginn. Laxinn hefur dalað, en birtingurinn dafnað og stofninn styrkst.

Einn alvöru boli úr Heiðarvatni nú í haust, 83 cm og spreellifandi á myndinni. MYnd gg.

Í Heiðarvatni er afar spennandi sjóbirtingsveiði frá ca miðju sumri, eða ágústbyrjun og langt fram á haust. Þá veiðist birtingurinn einnig víða í Vatnsá. En að veiða sjóbirting í Stöðvatni á Íslandi er nýlunda.Teljari sem er ca 3-400 metrum neðan óssins við vatnið hefur talið á áttunda hundrað birtinga síðustu sumur og haust. Kunnugir hafa fundið heitustu blettina og þarna veiðast upp í 90 cm hvalir. Sum vor er hann auk þess hangandi í vatninu og ánni alveg fram í júní. Sumir segja það vegna þess að í vatninu komist hann auðveldlega í æti og í viðtalinu við Sigurð Má, sem vitnað er aðeins í hér að neðan. kemur einnig fram sú skoðun að birtingurinnleggist í matarveislur eftir hrygningu. En það þurfi að rannsaka. Hitt er svo staðreynd að í apríl og mai veiðast birtingar víða sem eru afar magrir, slápar; eftir veturinn og ekki sjá að þeir hafi koist í æti. Þetta á líka við um Heiðarvatn þar sem ritstjóri hefur veitt þá nokkra glerþunna í júnímánuði.

Finnist mönnum þetta spennandi þá má líta til Laxár í Leirársveit. VoV man eftir viðtali sem Sporðaköst voru með við Sigurð Má, fiskifræðing Vestlendinga, á haustdögum. Hann sagði frá sprengingu í stækkun sjóbirtingsstofna víða í ám á Vesturlandi. Nefndi hann auk Laxár í Leirársveit, Norðurá, Langá, Gljúfurá og Laxá í Kjós. Þetta er líka vel þekkt í ýmsum ám norðan heiða, t.d. Víðidaalsá og Vatnsdalsá.

80 cm drotting úr Vatnsá fyrir tveimur árum…í júní. Ekki beint verið í veislu sú gamla. Mynd -gg

Laxá í Leirársveit gæti fallið í sama mót og Heiðarvatn og Vatnsá. Í viðtalinu, sem er dagsett 20.september segir Sigurður frá því að 1500 birtingar/urriðar hafi farið um teljarann í Eyrarfossi. Eyrarfoss er ofarlega í ánni, aðeins um 3 kílómetra frá ósi við Eyrarvatn. Lítið veiðist af þessum fiski, aðeins 186 skráðir í veiðibók (Angling IQ). Samkvæmt Sigurði Má eru þetta allt frá smærri Fiskum og upp í alvöru troll, 70 til 80 cm.

Og það er ekki aðeins Eyrarvatn, tvær smáár, Selós og Þverá, tengja Eyrarvatn við tvö önnur vötn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn. Geitabergsvatnið er þekkt fyrir stóra urriða, sem veiðast að vísu sjaldan. Við kletta að sunnanverðu fór um árið áhugasamur kappi niður í djúpið í froskbúningi og sá þar mörg troll dormandi. Eflaust mætti freista þeirra í ljósaskiptum og myrkri með straumflugum eða spæni.

Og í Geitabergsvatnið kemur enn ein sprænan, Grafardalsá ef við munum nafnið rétt.Síðsumars og á haustin hafa a.m.k. Selós og Þverá gefið hörku laxveiði á góðum dögum. Árnar verið mikilvægar hrygningar- og uppeldisstöðvar. En nú snareykst sjóbirtingsgengd inn í vötnin og er þá ekki kominn möguleiki að finna helstu miðin og veiða þá í vötnunum líkt og í Heiðarvatni?

Haukur Geir Garðarsson er einn leigutaka Laxár í Leirársveit og hefur hann auk þess umsjón með “Stubbunum” sem oft eru nefndir, þ.e.a.s. Selós og Þverá. Haukur sagði í samtali við VoV að þetta væri athyglisverð þróun og að hann teldi að Meira veiddist af birtingi í ánum heldur en skráðar tölur gæfu til kynna. “Mig grunar að það bóki ekki allir sjóbirting,” sagði Haukur. Hann bætti við að hann vissi til þess að veiðimaður nokkur hefði verið að stunda vötnin síðustu sumur, einmitt í þeim tilgangi að finna hvar sjóbirtingurinn héldi sig. “Það stendur til að heyra í þeim veiðimanni og það verður fróðlegt að heyra frá hverju hann hefur að segja,” sagði Haukur.

Laxá í Kjós hefur einnig lengi haft sterkan sjóbirtingsstofn. Þar er Meðalfellsvatn, sem að vísu heldur utanum Bugðu sem er hliðará Laxár og ekki endilega þekkt fyrir birting. En laxinn fer mikið um Bugðu upp í vatn og svo til baka eða upp í aðrar þverár á svæðinu til að hrygna.  Í Norðurá er einnig mikil aukning á sjóbirtingi og hún kemur beinustu leið úr Holtavörðuvatni. Lítið veiðist af birtingi þessum ofan við Glanna. Hvar ætli hann sé. f hann fyldist þá gæti þar einnig verið komin álitleg veiðiperla. Enginn vafi er á því að svona möguleikar finnast víða og er  spennandi tilhugsun.