Fiskur bara stækkar og stækkar í Laxárdalnum

Stórglæsilegur Laxárdalshöfðingi.

Veiði fór afar vel af stað í Laxá í Laxárdal, Suður Þingeyjarsýslu. Þar veiðist yfirleitt minna af fiski, en með mun meiri meðalstærð og gekk það eftir sem aldrei fyrr að þessu sinni.

Laxá í Laxárdal
Sogið í Laxá í Laxárdal, með betri veiðistöðum í Dalnum. Mynd -gg.

Á vefsíðu SVFR er haft eftir Magnúsi Björnssyni að opnunarhollið hefði landað 58 urriðum sem væri svipað og í opnun í fyrra. Munurinn sá að þessu sinni að fiskur var enn stærri að jafnaði og færi fiskur stækkandi með hverju árinu. Nefndi Magnús til marks um þetta, að alls hefðu 8 fiskar verið á bilinu 70-73 cm og 21 til viðbótar verið á bilinu 60-69 cm. Sem gerir helingur aflans.

Magnús veiddi sjálfur stærsta fiskinn, 73 cm við Kletthólma. Hann gat þess að fiskurinn væri vel haldinn, feitur og silfraður. Og að lífríkið hefði sjaldan verið komið jafn vel a strik miðað við byrjun júní og nú. Skoða má meira á www.svfr.is , m.a. mynd af tröllinu hjá Magnúsi.