Eins og við greindum frá í morgun opnaði hið víðfræga urriðasvæði Laxár í Mývatnssveit í morgun. Eins og við höfðum hlerað þá var líflegt og nú hafa málin skýrst nokkuð.

Árni Friðleifsson fyrrum formaður SVFR er meðal þeirra sem eru að opna svæðið og hann sagði í samtali við VoV: „Þetta er flott byrjun, að vísu rólegt á Brettingsstöðum og Hamri. Hin svæðin voru hins vegar að gefa 5-15 fiska á Hverja stöng. Urriðinn virðist líka vera í góðum höldum. Sem sagt, allt í blóma í Mývatnssveit.“