Fyrir skemmstu urðu þau tíðindi að veiðileyfafélagið Iceland Outfitters framlengdi umboðssölusamning sinn við Veiðifélag Ytri–Rangár, um Ytri Rangá og vesturbakka Hólsár, til og með 2031, en núverandi samningur hefði runnið út eftir næstu vertíð, 2024.
Samningurinn var samþykktur samhljóða á aðalfundi félagsins nú á dögunum en hann tekur gildi frá og með 2024 þegar núverandi samningi lýkur.
Ytri–Rangá er ein besta laxveiðiá landsins og oft með hæstu laxatöluna. Fjölbreytileiki árinnar er mikill, stóra aðal laxasvæðið, tvö færri stangasvæði þar fyrir neðan, urriðaveiðisvæði ofan við Árbæjarfoss og sjóbirtingsveiði á vorin á laxasvæðinu.