IO framlengir í Rangárþingi

Ytri Rangá, Einar Falur
Á þessari frábæru mynd Einars Fals Ingólfssonar má sjá fjöruga glímu við lax í Ytri Rangá.

Fyrir skemmstu urðu þau tíðindi að veiðileyfafélagið Iceland Outfitters framlengdi umboðssölusamning sinn við Veiðifé­lag Ytri–Rangár, um Ytri Rangá og vesturbakka Hólsár, til og með 2031, en núverandi samningur hefði runnið út eftir næstu vertíð, 2024.

Samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur sam­hljóða á aðal­fundi fé­lags­ins nú á dög­un­um en hann tek­ur gildi frá og með 2024 þegar nú­ver­andi samn­ingi lýk­ur.

Ytri–Rangá er ein besta laxveiðiá lands­ins og oft með hæstu laxatöluna. Fjölbreytileiki árinnar er mikill, stóra aðal laxasvæðið, tvö færri stangasvæði þar fyrir neðan, urriðaveiðisvæði ofan við Árbæjarfoss og sjóbirtingsveiði á vorin á laxasvæðinu.