Laxveiðin víðast á góðu róli

David Masson með einn flottan úr Laxá í Aðaldal.

Laxveiðin er enn á prýðisróli eftir sína hægu byrjun. Farnar að sjást vikutölur sem sæma bara nokkuð góðum sumrum. Sumar þekktar eru enn á eftir, en koma seinna inn með sama áframhaldi.

Urriðafoss er enn sem fyrr hæstur með 582 laxa eftir viku upp á 131 lax. Ansi sterkt það á fjórar stangir. Þverá/Kjarrá eru þarna skammt undan neð 552 laxa eftir viku upp á 171 lax. Svo er það Norðurámeð 520 stykki og vikuveiðina 182 laxar. Minnir allt á betri tíma.

Ytri Rangá fór rólega af stað en sækir í sig veðrið, er með 387 laxa eftir viku upp á 180 laxa. Haffjrðará er með 287 laxa og 85 laxa viku og sömu tölu skarta Elliðaárnar, 287, en þar vantar viðmiðunartölur.

Langá er  næst með 282 laxa og Kjæosin góða og fríða 239 laxa eftir 97 laxa viku. Þar eru risabirtingar sist færri í viikuveiðinni þannið að allt er i keng í Laxá í Kjós. Laxá í Leirársveit er með mikinn bara frá síðasta sumri, komin í 237 laxa og Stóra Laxá heldur áfram sinni túrbóbyrjun, komin í 225 laxa eftir 100 laxa viku. Annað og meira má sjá á angling.is.