"Ekki undir 25 pundum nýgenginn", 95 cm úr opnuun Geirlandsá.r 2019

Við höfum verið að fara yfir veiði einstakra áa að undanförnu. Hér er komin Geirlandsá Þar sem Gunnar Óskarsson formaður SVFK hefur tekið saman tölfræðina, sem er geggjuð, en samt eru smá óróaöldur….hvar er geldfiskurinn?

Síðustu vertíðir hafa verið algerlega stórkostlegar á sjóbirtingsslóðum. Sleppingar hafa skilað æ fleiri risafiskum og 70 til 90 cm birtingar hafa verið mál málanna. Urriðinn er langlífari en laxinn og sé honum sleppt getur hann komið aftur og aftur. Og vaxtarlagið veldur því að urriðinn er þyngri en laxinn sentimeter fyrir sentimeter. 90 cm urriði/sjóbirtingur gefur verið um og vel yfir 20 pund á sama tíma og reiknað er með að lax þurfi helst meterinn til að ná því marki. En heyrum hvað Gunnar segir um vertíðina 2020 í Geirlandsá:

„Árið 2020 var veiðin 762 fiskar í Geirlandsá. Mjög margir voru stórir, en líkt og á öðrum svæðum fyrir austan fór ekki mikið fyrir geldfiski. Til að sjá muninn á milli ára á stærð birtingsins þá fylgja með tölur frá 2019 varðandi stærðir. 2019 var 121 birtingur 80 cm og yfir, af því voru 15 stk 90 cm og yfir. 2020 var 161 birtingur 80 cm yfir, þar af voru 18 stk 90 cm og yfir. Þetta þýðir að um 25% allra birtinga sem veiddust voru 80 cm og yfir. Eins og menn vita  þá er 80 cm birtingur ca 5+ kg eða um 10 pund. Það er svakalegt að fjórði hver birtingur sem veiðist þarna sé 80 cm eða yfir.

Það er greinilegt að þær aðgerðir sem við höfum farið í á undanförnum árum eru að skila sér í svaka stærð á birtingi og fjölda. Eins og menn vita þá tekur það stofn birtings nokkuð meira en 2-3 ár að verða svona fyrirferðamikill þegar kemur að stærðum. En við erum búnir að vera að vinna markvisst að þessu í mörg ár og uppskerum eftir því. Það sem við erum að gera er greinilega að virka mj

Og geldfiskurinn?

VoV spurði aðal sérfræðing sjóbirtingsins á Suðurlandi, Magnús Jóhannsson, um stöðuna, sérstaklega hvað varðar geldfisk. Gömlu árgangarnir stækka og stækka, þetta eru svipaðar tölur og tíðindi og frá Eldvatni og Tungufljóti og það sem við höfum frétt frá Tungulæk er á sömu nótum. Magnús vildi ekki segja mikið, aðspurður, sagði þó að skýrslur og tölur væru bara að berast þessa daganna, en nefndi þó að í teljara í Grenlæk hefði komið í ljós að geldfiskur væri að koma inn mjög seint. Það rýmar vel við það sem við höfum áður heyrt og greint frá í Tungulæk, sem er raunar samstofna við Grenlæk, þó þeir renni hvor í sína áttina. En tíminn verður að skera úr. Þangað til orna menn sér við minningar síðustu ára um hvern risabirtinginn af öðrum og margir að upplifa það í vertíðarlok, að þrátt fyrir slatta, eða jafnvel margar laxa, að stærstu fiskarnir hafa verið sjóbirtingar.