Laxá í Aðaldal, Brúarhylur
Laxá í Aðaldal, myndin tekin við Brúarhyl. Mynd, -gg.

Veiðifélag Laxár í Aðaldal muni sjálft sjá um sölu veiðileyfa í ánni fyrir sumarið 2021, en eins og greint var frá á nýliðnu sumri ákvað Laxárfélagið, leigutakinn,  að endurnýja ekki samning sinn. Um er að ræða sölu á allri ánni, þ.e.a.s. Laxárfélagssvæðunum og Nessvæðunum.

Þetta eru mikil tíðindi í „bransanum“, um er að ræða samstarf bænda sem áður leigðu Laxárfélaginu og bændum á Nessvæðunum, þessi svæði hafa um langt árabil verið sitt í hvoru lagi. Nú verður gerð tilraun til að selja þau saman og stöngum verður fækkað úr 18-19 niður í 12. Óvíst er þó enn hvernig verður með svæðin þar fyrir ofan, Staðartorfu, Múlatorfu, Presthvamm, Hraun, Klömbrur, Hraun, Árbót og ábyggilega fleiri. Þar er nú orðið lítið af laxi, að Árbót undanskylinni, þeim mun meira af urriða. En tilraunin snýst um að selja Laxárfélagassvæðin og Nessvæðin saman. Gera tilraun til eins árs og sjá hvernig til tekst. Þetta eru skrýtnir tímar og bændur ákveðnir í því eftir fundarhöld að setja ána ekki í útboð að svo stöddu.

VoV vonast til að geta fært lesendum fleiri smáatriði innan tíðar. Það er ekkert launungarmál að Laxá hefur verið í öldudal síðustu árin og það hefur ekki síst skipt máli í þessari ákvörðun bænda að standa saman sjá hvernig til tekst.