Straumfjarðará hefur farið nokkuð líflega af stað og lax að „reytast inn“ þessa daganna, eins og haft er eftir Jóni Þór Ólasyni formanni SVFR sem hefur verið í opnunarhollinu.
„Straumfjarðará er draumur í dós. Laxinn er að reytast inn, einir þrjátíu við Nýja brú og slatti að renna sér upp Sjávarfossinn,“ segir Jón Þór í status á FM. Svipaða sögu hefur verið að segja um helstu árnar í nágrenninu. Laxinn í Straumu er blanda af smálaxi og stærri fiskum. Strauma lúrir þó ekki á sérlega sterkum stórlaxastofni þó að einn og einn fljóti með. En skemmtileg er hún eins og Jón Þór segir, „draumur í dós“.
 
             
		









