
Ef að við höldum aðeins áfram með vikutölur angling.is sem byrjuðu að birtast í gærkvöldi, í nótt og nú fram eftir morgni, þá eru athyglisverðar tölur að sjást, ekki bara frá Urriðafossi þó að hann standi eins og turn uppúr öllu saman. Enn vantar nokkrar ár, en þær verða þá bara ekki með í þessum samtíningi.
Sem fyrr segir er Urriðafoss kóngurinn (eða drottningin eftir því hvernig á það er litið), en um hann vísast í fréttina hér að neðan. En skoðum nú hvernig þetta kom út samkvæmt lista angling.is, nema mínus þær ár sem ekki höfðu skilað vikutölu við skrif þessa pistils. Fyrri talan er heildartalan sem miðast við gærkvöldið, talan í sviganum sýnir veiði síðustu viku.
Urriðafoss 399 (169)
Norðurá 189 (81)
Þverá/Kjarrá 159 (41)
Eystri Rangá 82 (36)
Blanda 62 (42)
Miðfjarðará 42 (22)
Brennan 41 (18)
Hítará 26 (16)
Svo eru einhverjar til viðbótar sem að birta sína fyrstu tölu, t.d. Haffjarðará 45 laxar, Víðidalsá 29 laxar. Af mikilvægum á sem vantar má nefna systurnar Laxá í Kjós og Laxá í Leirársveit.
 
             
		








